FROSTI
LOGASON SKRIFAR:
Fáir staðir í heiminum bjóða upp á betri
eða ódýrari aðstöðu til köfunar en Tæland. Eftir nokkura daga dvöl í Bangkok
héldum við Diddi af stað í ferðalag til eyjunnar Koh Tao við vesturströnd
landsins.
Til að komast þangað tókum við rútu að næturlagi sem ók með okkur í um það bil 8 klukkustundir suður að bænum Chumporn. Þaðan tókum við svo ferju sem sigldi með okkur yfir í eyjunna.
Sú sigling tók um það bil 4 klukkutíma þannig að þetta var bæði langt og erfitt ferðalag.
Til að komast þangað tókum við rútu að næturlagi sem ók með okkur í um það bil 8 klukkustundir suður að bænum Chumporn. Þaðan tókum við svo ferju sem sigldi með okkur yfir í eyjunna.
Sú sigling tók um það bil 4 klukkutíma þannig að þetta var bæði langt og erfitt ferðalag.
Koh Tao er svo sannarlega töfrandi.
Þegar við hinsvegar náðum landi í Koh Tao sáum við að ferðin var vel þess
virði enda ljóst að við vorum lentir í hreinni náttúruparadís.Á Koh Tao eyddum við svo næstum dögum í huggulegum strandkofa sem var staðsettur rétt við ströndina, sem var mjög þægilegt þar sem við vorum komnir þarna fyrst og fremst til þess að busla í sjónum.
Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá upptökur okkar frá þessari frábæru eyju. Við festum á filmu skemmtilegt efni neðansjávar sem ættu að heilla alla þá sem hafa áhuga draumkenndri náttúru og sannkölluðum ævintýramyndum.
Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
No comments:
Post a Comment